Þjónusta Og
Skilmálar

Endalaus Uppskera

Að rækta eigið grænmeti, ávexti og jurtir veitir ferskari og næringarríkari fæðu. Það sparar peninga, dregur úr kolefnisspori og eykur sjálfbærni. Auk þess veitir garðyrkja ró, ánægju og betri tengingu við náttúruna.

Grænni Framtíð

Með því að rækta sjálfur stuðlar maður að grænni framtíð. Það dregur úr flutningi matvæla, minnkar losun gróðurhúsalofttegunda og styður vistvæna lifnaðarhætti. Sjálfrækt stuðlar að sjálfbærni, vistvænni neyslu og aukinni meðvitund um umhverfið.

Lífrænar Jurtir

Lífrænar jurtir eru ræktaðar án eiturefna og tilbúins áburðar, sem stuðlar að heilbrigðari jarðvegi og vistkerfi. Þær innihalda oft meira af næringarefnum, eru betri fyrir umhverfið og draga úr skaðlegum efnum í fæðu og vatni.

Þínar eigin vörur með snjallari lausnum

Að rækta með snjallvörum einfaldar umhirðu plantna með sjálfvirkri vökvun, ljósi og rakastýringu. Tæknin sparar tíma, dregur úr vatnsnotkun og hámarkar uppskeru. Hún hentar bæði byrjendum og reyndum garðyrkjumönnum, innandyra og úti.

Einföld Lausn Á Heilsusamlegum Matarvenjum

Við veitum þér traust og trygg gróðurhús með 10 ára ábyrgð sem tryggir þér ávexti og grænmeti án aukaefna út allt árið í Íslensku veðri á bestu kjörum sem finnast á Íslandi með frammúrskarandi þjónustu.

Skilmálar fyrir vefverslun

1. Almennt

Þessir skilmálar gilda um viðskipti við Nýtt Hús ehf, kt. 610202-3810, sem rekur vefverslunina https://www.nytthus.is 

Með því að kaupa vöru samþykkir þú þessa skilmála sjálfkrafa.

Nýtt Hús ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir og endurgreiða, t.d. ef vara er ekki til, upplýsingar eru rangar eða önnur réttlætanleg ástæða til að hætta við afgreiðslu.

2. Verð og greiðslur

Öll verð í vefversluninni eru með virðisaukaskatti og birt í íslenskum krónum (ISK).
Greiðslur fara fram með kreditkorti, debetkorti, millifærslu eða öðrum öruggum greiðslumáta sem við bjóðum upp á.

3. Afhending og sending

Pantanir eru afgreiddar innan 1–3 virkra daga nema annað komi fram.
Sendingarkostnaður bætist við í lok pöntunarferlisins og fer eftir þyngd, stærð og sendingarmáta. 

4. Skilaréttur og endurgreiðsla

Þú hefur rétt til að hætta við kaup og skila vörunni innan 14 daga frá móttöku. Varan skal vera ónotuð, í upprunalegum umbúðum og með kvittun.
Endurgreiðsla fer fram eftir að vörunni hefur verið skilað og skoðuð. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða.

Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Nýtt Hús ehf til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Viðskiptavinur greiðir fyrir póstsendingu við móttöku pöntunar nema að annað sé tekið fram.

5. Gölluð vara eða röng sending

Ef vara reynist gölluð eða röng, biðjum við þig að hafa samband við okkur strax í gegnum tölvupóst á nytthus@nytthus.is eða síma 789-5656. 

Við bjóðum upp á skipti eða endurgreiðslu í slíkum tilvikum.

6. Persónuvernd

Við förum með allar persónuupplýsingar í samræmi við persónuverndarlög. Upplýsingar eru aðeins notaðar til að afgreiða pöntun og bæta þjónustu.
Við deilum aldrei upplýsingum með þriðja aðila nema lög krefjist þess.

7. Varnarþing og lög

Um viðskipti við vefverslunina gilda íslensk lög. Komi upp ágreiningur verður hann leystur fyrir Héraðsdómi.

8. Verð og tilboð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun.

9. Takmörkun á ábyrgð

Ábyrgð fellur úr gildi:

1. Ef aðrir en starfsmenn Nýtt Hús ehf hafa reynt að gera við vöruna án leyfis Nýtt Hús ehf.

2. Ef varan hefur verið sett upp vitlaust.

3. Ef verksmiðjunúmer eða innsigli hafa verið fjarlægð eða rofin.

4. Ef varan hefur orðið fyrir slæmri eða rangri meðhöndlun að mati tæknimanna Nýtt Hús ehf. eða skemmst í flutningum.

5. Varan hafi verið notuð við óviðunandi aðstæður.

Ábyrgð er ekki tekin á:

A. Eðlilegu sliti vörunnar.

B. Tjóni vegna ófyrirsjánlegra aðstæðna eins og t.d jarðskjálfta, eldgosi, stormi eða öðru sem tengist óviðráðanlegum aðstæðum í nátturunni.

C. Tjóni sem verður á húsi af völdum annara ástæðna, svo sem eldi á ramagstækjum, vatnslögnum eða jarðveigi.

10. Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Aðal